Hættustigi var lýst yfir á Ísafirði í gær vegna snjóflóðahættu. Víðar á Vestfjörðum tók óvissustig gildi og einnig á Norðurlandi. „Það er orðin þokkalega mikil ófærð um bæinn og jú, við höfum séð það verra en þetta er fyrsti dagur vetrar á…
Hættustigi var lýst yfir á Ísafirði í gær vegna snjóflóðahættu. Víðar á Vestfjörðum tók óvissustig gildi og einnig á Norðurlandi.
„Það er orðin þokkalega mikil ófærð um bæinn og jú, við höfum séð það verra en þetta er fyrsti dagur vetrar á Ísafirði,“ sagði Halldór Sveinbjörnsson, fréttaritari á Ísafirði, við Morgunblaðið í gær. Þegar blaðamaður hváði útskýrði hann nánar: „Þetta er mesti snjór sem hefur komið í vetur.“
Veðurstofa gerir ráð fyrir að ekki stytti upp fyrr en í nótt, aðfaranótt laugardags.