Mannfjöldi Talið var að Íslendingar myndu rjúfa 400 þúsunda múrinn í ár. Hefur Hagstofan endurbætt aðferð við mat á íbúafjölda og er múrinn órofinn.
Mannfjöldi Talið var að Íslendingar myndu rjúfa 400 þúsunda múrinn í ár. Hefur Hagstofan endurbætt aðferð við mat á íbúafjölda og er múrinn órofinn. — Morgunblaðið/Hari
Samkvæmt nýju mati Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 383.726 1. janúar 2024 og hafði íbúum fjölgað um 8.508 frá 1. janúar 2023, eða um 2,3%. Hagstofa Íslands hefur undanfarið unnið að endurbættri aðferð við mat á íbúafjölda, í kjöl­far mann­tals Hag­stof­unn­ar frá 1

Samkvæmt nýju mati Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 383.726 1. janúar 2024 og hafði íbúum fjölgað um 8.508 frá 1. janúar 2023, eða um 2,3%.

Hagstofa Íslands hefur undanfarið unnið að endurbættri aðferð við mat á íbúafjölda, í kjöl­far mann­tals Hag­stof­unn­ar frá 1. janú­ar 2021 sem sýndi að fjöldi lands­manna hefði verið of­met­inn um 10 þúsund manns.

Áður höfðu spár gert ráð fyrir að Íslendingar myndu rjúfa 400 þúsunda múrinn á þessu ári.

Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 4.888 fleiri þann 1. janúar 2024 en fyrir ári. Það jafngildir 2,0% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurnesjum og Suðurlandi þar sem fjölgaði um 4,1% á síðasta ári. Í öðrum landshlutum var fólksfjölgun undir landsmeðaltali, á Vesturlandi fjölgaði um 2,0%, á Vestfjörðum fjölgaði um 1,0%, á Norðurlandi eystra um 1,3% og á Austurlandi um 1,9%. Minnst fjölgun var á Norðurlandi vestra en þar fjölgaði einungis um 47 einstaklinga eða 0,6%.