[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það þarf þó alls ekki að vera flókið að töfra fram skemmtilega páskastemningu á heimilinu, en lykillinn að því er að notast við muni og skraut þar sem fagurfræði og notagildi mætast. Með því að notast við skreytingar úr náttúrunni og para saman…

Það þarf þó alls ekki að vera flókið að töfra fram skemmtilega páskastemningu á heimilinu, en lykillinn að því er að notast við muni og skraut þar sem fagurfræði og notagildi mætast. Með því að notast við skreytingar úr náttúrunni og para saman réttu litatónana getur þú fundið þinn páskastíl og verið viss um að hann muni standast tímans tönn.

Fyrsta skrefið er að finna liti sem passa inn á heimilið og fjölskyldan tengir við páskana. Það er klassískt að nota gula, appelsínugula, fjólubláa og bleika tóna í tengslum við páskana. Þetta er til dæmis hægt að gera með því að setja falleg blóm, strá eða greinar í vasa, en einnig með því að bæta inn á heimilið kertastjökum, skálum, vösum eða kertum í fallegum litum.

Skrautleg egg eru að margra mati hið fullkomna páskaskraut. Þau er hægt að fá í hinum ýmsu litum og mynstrum með allskyns áferð, en það er auðvelt að nota þau til að skreyta heimilið og meira að segja lítið mál að föndra eggin sjálf. Skelltu nokkrum skrauteggjum á páskagreinarnar til að setja punktið yfir i-ið eða raðaðu þeim ofan í fallega skál eða á fat og notaðu sem borðskraut. Hangandi egg er svo vel hægt að nota sem skraut á jólatréð næsta vetur!