Atli Örvarsson
Atli Örvarsson
Tónskáldið Atli Örvarsson var í fyrradag tilnefndur til bresku Bafta-sjónvarpsverðlaunanna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþættinum Silo. Þættirnir, sem byggðir eru á samnefndum vísindaskáldsöguþríleik bandaríska rithöfundarins Hughs Howeys, eru…

Tónskáldið Atli Örvarsson var í fyrradag tilnefndur til bresku Bafta-sjónvarpsverðlaunanna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþættinum Silo. Þættirnir, sem byggðir eru á samnefndum vísindaskáldsöguþríleik bandaríska rithöfundarins Hughs Howeys, eru sýndir á streymisveitu Apple og skarta sænsku stórstjörnunni Rebeccu Ferguson í aðalhlutverki. Meðal annarra leikara má nefna bandaríska stórleikarann Tim Robbins og rapparann Common.