— Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Full­trú­ar úr fé­lagi áhuga­fólks um Downs-heil­kennið af­hentu Guðna Th. Jó­hann­es­syni for­seta ósam­stæða sokka að gjöf á Bessa­stöðum í til­efni alþjóðlega Downs-dags­ins sem var í gær. Sokk­arn­ir eru ís­lensk hönn­un úr smiðju Guðjóns…

Full­trú­ar úr fé­lagi áhuga­fólks um Downs-heil­kennið af­hentu Guðna Th. Jó­hann­es­syni for­seta ósam­stæða sokka að gjöf á Bessa­stöðum í til­efni alþjóðlega Downs-dags­ins sem var í gær.

Sokk­arn­ir eru ís­lensk hönn­un úr smiðju Guðjóns Tryggva­son­ar fata­hönnuðar og Guðjóns Gísla Krist­ins­son­ar lista­manns, sem fædd­ist með Downs-heil­kenni, og eru tákn fyr­ir auk­inn fjöl­breyti­leika sam­fé­lag­sins.

Gleðin hélt svo áfram síðdegis í gær í Þrótt­ar­heim­il­inu í Laug­ar­dal. Þar var Guðni viðstadd­ur ásamt fleirum, m.a. Herra Hnetu­smjöri sem keyrði stemn­ing­una í gang.

Markmið alþjóðadagsins er að vekja jákvæða athygli á einstaklingum með Downs-heilkenni, lífi þeirra og virkri þátttöku í samfélaginu. Dagsetningin 21. mars orsakast af aukalitningi í litningapari 21.