— Morgunblaðið/Eyþór Árnason
Útför Páls Bergþórssonar, fyrrverandi veðurstofustjóra, var gerð frá Grafarvogskirkju í gær. Séra Geir Waage jarðsöng og meðal gesta voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Guðni Th

Útför Páls Bergþórssonar, fyrrverandi veðurstofustjóra, var gerð frá Grafarvogskirkju í gær. Séra Geir Waage jarðsöng og meðal gesta voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Bragi Bergþórsson, barnabarn Páls, sungu einsöng. Bragi söng Hægt líða tónar sem er texti eftir Pál við lag Rubinsteins. Sönghópurinn Cantoque og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti frumfluttu útsetningu Bergþórs Pálssonar á laginu Hann er hið sanna ljós eftir Ívar Pál Jónsson við texta Gunnlaugs Jónssonar, en þeir eru barnabörn Páls. Jafnframt var flutt lag eftir Ingibjörgu, systur Páls, við texta hans. Líkmenn voru barnabörn Páls; Þórhildur Katrín Baldursdóttir, Bragi Bergþórsson, Páll Baldursson, Hjalti Baldursson, Hlynur Jónsson, Hulda Björg Jónsdóttir, Konráð Jónsson, Gunnlaugur Jónsson og Ívar Páll Jónsson.