— Morgunblaðið/Hafþór
Í upphafi þessa árs voru liðin 40 ár frá því að nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið í gagnið. Með þessu nýja aflamarkskerfi – eða kvótakerfi – skyldi varðveita nytjastofna þannig að framtíðarkynslóðir gætu treyst á að náttúruleg…

Í upphafi þessa árs voru liðin 40 ár frá því að nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið í gagnið. Með þessu nýja aflamarkskerfi – eða kvótakerfi – skyldi varðveita nytjastofna þannig að framtíðarkynslóðir gætu treyst á að náttúruleg undirstöðugrein íslensks atvinnulífs myndi eiga örugga framtíð. Markar þetta 40 ára afmæli þess að íslensk útgerð skuli byggð á vísindalegri nálgun sem tryggir sjálfbærni veiða sem og góða umgengni um auðlindir þjóðarinnar.

Forsendur þess að hægt sé að byggja upp fleiri og nýja atvinnuvegi og öfluga opinbera þjónustu eru traustar efnahagslegar undirstöður sem skapað geta bætta afkomu fólks og samfélaga sem um sinn geta fjárfest í nýjungum, menntun, heilbrigði og öðrum þáttum góðs samfélags.

Það vill svo til að sá sem þetta ritar gat einnig fagnað fjórum áratugum nú í vetur og verður ekki annað séð en að á þessum áratugum hafi tekist að byggja á þessari eyju í miðju Atlantshafi eitt best heppnaða samfélag veraldar. Er það meðal annars velgengni sjávarútvegsins að þakka. Á Íslandi eru hæstu meðallaun innan OECD, hæstu lífslíkurnar, lægsti ungbarnadauðinn og mesta atvinnuþátttakan svo eitthvað sé nefnt.

Það eru líklega fáir sem óska sér þess samfélags eða atvinnulífs sem var þegar aflamarkskerfið var tekið upp og ætti kannski að hafa það í huga þegar tilraun er gerð til að endurskoða lagaumgjörð sjávarútvegsins. gso@mbl.is