Landsliðið Daníel Leó lék með Íslandi gegn Ísrael á fimmtudag.
Landsliðið Daníel Leó lék með Íslandi gegn Ísrael á fimmtudag. — Ljósmynd/Szilvia Micheller
Daníel Leó Grétarsson, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, er í úrvalsliði dönsku B-deildarinnar sem Viaplay birti í gær. Daníel og félagar í SönderjyskE stefna hraðbyri upp í dönsku úrvalsdeildina en staða liðsins er mjög vænleg þegar hefðbundinni deildakeppni, 22 umferðum, er lokið

Daníel Leó Grétarsson, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, er í úrvalsliði dönsku B-deildarinnar sem Viaplay birti í gær. Daníel og félagar í SönderjyskE stefna hraðbyri upp í dönsku úrvalsdeildina en staða liðsins er mjög vænleg þegar hefðbundinni deildakeppni, 22 umferðum, er lokið. Úrvalsliðið er skipað þeim leikmönnum sem Viaplay hefur oftast valið í úrvalslið umferðarinnar til þessa og Daníel hefur fjórum sinnum verið í liðinu hjá stöðinni.