Fyrir 3-4 1 ferna vegan-þeytirjómi (250 ml) 150 gr suðusúkkulaði frá Nóa Síríus safi úr 1/2 appelsínu börkur af 1/2 appelsínu 1 dl sykur 1/2 dl hakkaðar möndlur (má sleppa) Byrjið á því að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði eða með því að setja það í…

Fyrir 3-4

1 ferna vegan-þeytirjómi (250 ml)

150 gr suðusúkkulaði frá Nóa Síríus

safi úr 1/2 appelsínu

börkur af 1/2 appelsínu

1 dl sykur

1/2 dl hakkaðar möndlur (má sleppa)

Byrjið á því að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði eða með því að setja það í örbylgjuofn í 20 sekúndur í einu og hræra vel í á milli. Þeytið rjómann í hrærivél eða með handþeytara þar til stífþeyttur. Þeytið áfram á meðalhraða og bætið appelsínusafanum, berkinum og sykri út í á meðan. Hellið súkkulaðinu út í rjómann í mjórri bunu á meðan þið þeytið áfram á meðalhraða. Skafið meðfram hliðum og þeytið þar til allt er komið saman. Bætið hökkuðum möndlum út í og blandið þeim saman við músina með sleikju. Fínt er að leyfa músinni að sitja í ísskáp í allavega klukkutíma áður en hún er borin fram en þess þarf þó ekki.

Frá veganistur.is.