Yfir 50 manns Kór Hallgrímskirkju var stofnaður haustið 2021.
Yfir 50 manns Kór Hallgrímskirkju var stofnaður haustið 2021.
Kór Hallgrímskirkju heldur föstutónleika undir yfirskriftinni Tenebrae Factae Sunt eða Myrkur féll yfir á morgun, pálmasunnudag, klukkan 17. Flutt verða kórverk tengd föstunni meðal annars eftir Poulenc, Messiaen, Pärt, Tavener, Gesualdo og Mäntyjärvi

Kór Hallgrímskirkju heldur föstutónleika undir yfirskriftinni Tenebrae Factae Sunt eða Myrkur féll yfir á morgun, pálmasunnudag, klukkan 17.

Flutt verða kórverk tengd föstunni meðal annars eftir Poulenc, Messiaen, Pärt, Tavener, Gesualdo og Mäntyjärvi. Þá verða einnig frumflutt ný verk eftir Ingibjörgu Ýri Skarphéðinsdóttur og Finn Karlsson sem samin voru sérstaklega fyrir Kór Hallgrímskirkju. Stjórnandi kórsins er Steinar Logi Helgason en hann hefur stjórnað fjölda kóra og starfað víða sem organisti, píanóleikari og stjórnandi. Steinar Logi tók við stöðu kórstjóra Hallgrímskirkju haustið 2021 en í kórnum eru nú yfir 50 manns.