Krosskirkja í Landeyjum.
Krosskirkja í Landeyjum. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
AKUREYRARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón sr. Aðalsteinn Þorvaldsson og Eyþór Ingi Jónsson.Æðruleysismessa kl. 17. Prestur er Aðalsteinn Þorvaldsson. Maja Eir Kristinsdóttir, Hermann Ingi Arason og Eyþór Ingi Jónsson sjá um tónlistina

AKUREYRARKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón sr. Aðalsteinn Þorvaldsson og Eyþór Ingi Jónsson.Æðruleysismessa kl. 17. Prestur er Aðalsteinn Þorvaldsson. Maja Eir Kristinsdóttir, Hermann Ingi Arason og Eyþór Ingi Jónsson sjá um tónlistina. Kvöldverður í Safnaðarheimilinu að messu lokinni.

ÁRBÆJARKIRKJA | Fermingarmessa kl. 13 laugardag, 23. mars. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Sr. Þór Hauksson og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjóna fyrir altari. Sunnudagnn 24. mars Fermingarmessa kl.11.00 og 13.00. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organista. Sr. Þór Hauksson og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og þjóna fyrir altari. Sunnudagaskólinn á sínum stað í safnaðarheimilinu kl.11.00.

ÁSKIRKJA | Messa og ferming kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason.

Ástjarnarkirkja | Fermingarmessa sunnudaginn 24. mars kl. 11. Ekki verður messað klukkan 17 þennan sama dag.

BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Messa kl.13. Fermt verður í messunni. Kirkjukór Reynivallaprestakalls leiðir sálmasöng og messusvör. Organisti og kórstjóri er Sveinn Arnar Sæmundsson. Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11 á pálmasunnudag. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Breiðholtskirkju leiða tónlistina. Messukaffi eftir stundina.

BÚSTAÐAKIRKJA | Pálmasunnudagur. 28 börn fermd í tveimur athöfnum í Bústaðakirkju kl. 10.30 og kl. 13. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir og séra Þorvaldur Víðisson annast um fermingarnar, en fermingarbörnin sjálf taka virkan þátt og annast m.a. lestur ritningarlestra og fleira. Félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja, Jónas Þórir leikur á orgel. Barnamessan fer fram í Grensáskirkju kl. 11 á pálmasunnudag, vegna ferminga í Bústaðakirkju.

DIGRANESKIRKJA | Fermingarmessur kl. 10.30 og 13.30.

DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson organisti og Dómkórinn.

EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudag kl. 10.30. Stund í anda sunnudagaskólans þar sem allri fjölskyldunni býðst að upplifa hina sterku sögu dymbilviku og páska. Organisti er Sándor Kerekes. Sr. Sigríður Rún og leiðtogar sunnudagaskólans leiða stundina ásamt fermingarbörnum. Páskaeggjaleit, hressing og föndur í lok stundarinnar.

FELLA- og Hólakirkja | Ferming kl. 11. Prestar: Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Pétur Ragnhildarson. Organisti: Kristín Jóhannesdóttir, Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir tónlistina.

GARÐAKIRKJA | Þrjá fermingar verða í Garðakirkju um helgina. Laugardagur 23. mars: Fermingar kl. 13. og kl. 15. Sunnudagur 24. mars: Ferming kl. 11.

GRAFARVOGSKIRKJA | Laugardaginn 23. mars verða tvær fermingarmessur. Fyrri kl. 11 og seinni kl. 13.Á pálmasunnudag verða tvær fermingarmessur, fyrri kl. 11 og seinni kl. 13.Prestar safnaðarins þjóna. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.Prestar safnaðarins þjóna. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Sunnudagaskóli er á neðri hæð kirkjunnar kl. 11 á pálmasunnudag.Vörðumessa er 24. mars í Kirkjuseli í Spöng kl. 13.

GRENSÁSKIRKJA | Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Við bjóðum fjölskyldur úr barnamessunum í Bústaðakirkju sérstaklega velkomnar og göngum inn með pálmagreinar í tilefni dagsins. Sr. Daníel Ágúst Gautason og sr. María G. Ágústsdóttir þjóna ásamt messuhópi, Ástu Haraldsdóttur kantor og Kirkjukór Grensáskirkju. Fermingarmessa kl. 13. Þriðjudagur: Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12, létt máltíð á eftir.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónusta sunnudag 24. mars kl. 10 og kl. 11.30. Prestur er María Rut Gísladóttir, organisti rt Arnhildur Valgarðsdóttir, Matthías Stefánsson spilar á fiðlu og kór Guðríðarkirkju syngur. Meðhjálpari er Guðný Aradóttir. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fermingarmessur kl. 10.30 og 13.30. Sr. Jónína Ólafsdóttir og sr. Aldís Rut Gísladóttir þjóna. Kári Þormar spilar á orgel og stjórnar söng Barbörukórsins. Sunnudagaskóli kl. 11 í safnaðarheimilinu.

HALLGRÍMSKIRKJA | Hátíðarmessa á pálmasunnudag kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Kór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón með sunnudagaskóla: Lára Ruth Clausen og Erlendur Snær Erlendsson. Kórtónleikar á föstu kl. 17. Tenebrae Factae Sunt Kór Hallgrímskirkju. Steinar Logi Helgason stjórnandi. Aðgangseyrir 3.500 kr.

HÁTEIGSKIRKJA | Pálmasunnudagur. Ferming kl. 10.30. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti er Erla Rut Káradóttir. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Davíð Þór Jónsson.

HJALLAKIRKJA Kópavogi | Æðruleysismessa kl. 20. Vitnisburður, bæn o.fl. Ragnheiður Gröndal og Gróa Hreinsdóttir sjá um tónlistarflutning.

HVERAGERÐISKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjónar. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Miklós Dalmay organista.

ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gautaborg. Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 23. mars kl. 11. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og samvera yngri sem eldri. Hressing, kaffi og spjall. Íslensk guðsþjónusta verður í V- Frölundakirkju sun. 24. mars kl. 14. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Altarisganga. Kirkjukaffi. Fundur með unglingum í fermingarfræðslu kl. 12. Sr. Ágúst Einarsson.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Pálmasunnudagur. Fjölskyldumessa kl. 11. Regnbogaraddir syngja undir stjórn Arnórs organista. Bergrún, Grybos og Helga úr sunnudagaskólanum sjá um biblíusögu, söng og brúðuleikhús. Elva er messuþjónn og sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar.

Kirkjuselið í Spöng | Vörðumessa sunnudag kl. 13. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar. Vox Populi leiðir söng.Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir.Tónlist, heilög máltíð og kertaljós.

KÓPAVOGSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju leiðir söng og Elísa Elíasdóttir er organisti

LANGHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli og fermingarmessa kl. 11. Sara Grímsdóttir söngkona leiðir sunnudagaskólann. Félagar úr Kór Langholtskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir þjónar.

LAUGARNESKIRKJA | Fermingarmessa pálmasunnudag kl. 11. Prestur er Hjalti Jón Sverrisson. Organisti er Elísabet Þórðardóttir, Kór Laugarneskirkju syngur. Athugið að ekki er sunnudagaskóli þennan dag í kirkjunni

Mosfellsprestakall | Fermingar„vertíðin“ hafin í Lágafellssókn! Fermingarguðsþjónustur verða kl. 10.30 og 13.30 í Lágafellskirkju. 31 fermingarungmenni fermist í tveimur athöfnum. Sr. Arndís Linn og sr. Henning Emil Magnússon þjóna. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Fiðluleikari: Sigrún Harðardóttir. Meðhjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir.

NESKIRKJA | Pálmasunnudagur. Hátíðarmessa kl. 11 sem er messudagur Neskirkju, en kirkjan var vígð 1957. Messunni er útvarpað. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Barnastarfið fer fram í safnaðarheimilinu. Prestur er Skúli S. Ólafsson.

ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fermingarguðsþjónusta í Óháða söfnuðinum, Háteigsvegi 56, sunnudag kl. 14. Sr. Pétur þjónar fyrir altari og í fermingu. Vox gospel sér um sönginn undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar.

SELFOSSKIRKJA | Fermingarmessur á pálmasunnudag kl. 11 og 14. Sunnudagaskóli á sama tíma kl. 11 á baðstofuloftinu, umsjón Sjöfn, Kristín og Dóra.

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta á loftinu kl. 11, Bára og Perla leiða skemmtilega stund í loftsalnum. Fermingarmessa kl. 10.30 og 13, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson og sr. Sigurður Már Hannesson þjóna fyrir altari. Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar organista.

SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Loftleiðir 80 ára – 1944-2024. Jakob F. Ásgeirsson talar. Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti safnaðarins leikur á orgel. Félagar úr Kammerkórnnum syngja. Kaffiveitingar. Ferming kl. 13. Páskaeggjabingó mánudag kl. 19.30. Stund fyrir eldri bæjarbúa þriðjudag kl. 12.30. Heitur matur. Guðni Ágústsson spjallar. Á miðvikudag er morgunkaffi kl. 9 árdegis. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir, biskupskandídat, kemur. Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð.

SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Páskastund fjölskyldunnar mánudaginn 25. mars kl. 17. Saga páskanna, kirkjubrúður og mikill söngur. Organisti er Hlín Pétursdóttir Behrens og kór Seyðisfjarðarkirkju leiðir söng. Sr. Sigríður Rún og Ísold Gná leiða stundina ásamt fermingarbörnum. Meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. Páskaeggjaleit og pítsur í safnaðarheimili í lok stundarinnar.

VÍDALÍNSKIRKJA | Pálmasunnudagur og nú styttist í páska! Eins og hefð er fyrir bjóða sunnudagaskólarnir í Vídalínskirkju og Urriðaholti upp á páskaeggjaleit í Vídalínskirkju á pálmasunnudag 24. mars kl. 11. Páskakanínan kemur í heimsókn. Framundan eru fleiri gleðistundir í Garðasókn en um helgina eru fimm fermingarathafnir:Laugardaginn 23. mars í Vídalínskirkju kl. 11 og í Garðakirkju kl. 13 og 15.Sunnudaginn 24. mars í Garðakirkju kl. 11 og í Vídalínskirkju kl. 13.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fermingarmessa kl. 10.30. Kór Víðistaðsóknar syngur undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.Sunnudagaskóli kl. 11 uppi í Suðursal. Fjölbreytt og fræðandi stund í umsjá Ísabellu og Helga.

YTRI-Njarðvíkurkirkja | Fermingarmessa sunnudag 24. mars kl. 10.30.Sr. Baldur Rafn Sigurðsson og sr. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir þjóna. Kór Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Rafns Hlíðkvist.