Þríeykið Sólveig, Eggert Reginn og Þóra Kristín halda tónleika á morgun.
Þríeykið Sólveig, Eggert Reginn og Þóra Kristín halda tónleika á morgun.
Eggert Reginn Kjartansson tenór, Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari tengja saman sónötur og sönglög eftir Beethoven og Brahms á tónleikum, sem bera yfirskriftina Vor og regn, í Salnum á morgun, sunnudag, kl

Eggert Reginn Kjartansson tenór, Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari og Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari tengja saman sónötur og sönglög eftir Beethoven og Brahms á tónleikum, sem bera yfirskriftina Vor og regn, í Salnum á morgun, sunnudag, kl. 13.30. Eru tónleikarnir hluti af tónleikaröðinni Klassík í Salnum sem Félag íslenskra tónlistarmanna, klassísk deild FÍH, heldur í samstarfi við Salinn í Kópavogi. Var tónleikaröðin áður í samstarfi við Norræna húsið undir nafninu Klassík í Vatnsmýrinni en er nú í Salnum.

Segir í tilkynningu að boðskapur tónleikanna sé að öll él birti upp um síðir og þrátt fyrir erfiðleika og áföll haldi lífið alltaf áfram og allt geti blómstrað á ný en á tónleikunum verður skyggnst inn í hugarheim tónskáldanna Ludvigs van Beethovens og Johannesar Brahms.