Fyrir 2-3 1 meðalstórt butternut-grasker 1 bolli soðin villt hrísgrjón frá Gestus 1 bolli soðnar brúnar linsur (gott að sjóða upp úr sveppakrafti) 1 stilkur sellerí 6 litlir sveppir 2 litlir skalottlaukar 2 hvítlauksgeirar 2-3 greinar ferskt timjan…

Fyrir 2-3

1 meðalstórt butternut-grasker

1 bolli soðin villt hrísgrjón frá Gestus

1 bolli soðnar brúnar linsur (gott að sjóða upp úr sveppakrafti)

1 stilkur sellerí

6 litlir sveppir

2 litlir skalottlaukar

2 hvítlauksgeirar

2-3 greinar ferskt timjan

salt og pipar

1 dl valhnetur

1/2 dl trönuber

1 dl brauðrasp

1/2 dl vatn

Hitið ofninn á 200°C og notist við blástur (180°C með undir- og yfirhita). Byrjið á því að sjóða hrísgrjón og linsubaunirnar. Skerið endana af graskerinu sitt hvorum megin og graskerið síðan í tvennt. Skerið innan úr því svo það sé holt að innan en hafið frekar þykkan kant allan hringinn. Saxið niður skalottlauk, hvítlauk, sellerí og sveppi og steikið á pönnu í nokkrar mínútur eða þar til grænmetið mýkist vel. Bætið út í smátt söxuðum trönuberjum, timjani og valhnetum ásamt hrísgrjónum, linsubaunum og steikið áfram í 4-5 mínútur á meðalhita. Bætið brauðraspi og vatni út í og hrærið vel saman. Fyllið báða helminga af graskerinu mjög vel og pressið vel niður. Lokið graskerinu og bindið það saman með vel blautu snæri eða pakkið því inn í álpappír svo það haldist vel saman. Bakið í miðjum ofni í 60 mínútur. Gott er að bera fram með brúnni vegansósu.

Frá veganistur.is.