Eitt verka Maríu Rúnar.
Eitt verka Maríu Rúnar.
María Rún Þrándardóttir opnar myndlistarsýninguna Svört blúnda í Gróskusalnum, Garðatorgi 1, í dag, laugardag, kl. 17-19. Sýningin samanstendur af 49 persónulegum blekteikningum sem unnar eru á vatnslitapappír

María Rún Þrándardóttir opnar myndlistarsýninguna Svört blúnda í Gróskusalnum, Garðatorgi 1, í dag, laugardag, kl. 17-19. Sýningin samanstendur af 49 persónulegum blekteikningum sem unnar eru á vatnslitapappír. „Blekið færir tilfinningaóreiðuna á fast form. Þegar svartur vökvinn drýpur af penslinum á hrjúft yfirborð pappírsins finn ég ró færast yfir líkamann,“ segir í sýningartexta. Opið verður alla daga milli 13 og 17 þar til sýningunni lýkur 7. apríl.