Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á mikilvægi EES-samningsins fyrir Ísland og þær efnahagslegu og félagslegu umbætur sem innri markaðurinn hefði fært almenningi og atvinnulífi, er hún ávarpaði fund forsætisráðherra EES/EFTA-ríkjanna með leiðtogaráði ESB í Brussel í gær. Er það Stjórnarráðið sem greinir frá.
Forsætisráðherra var boðið til fundarins ásamt Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og Daniel Risch forsætisráðherra Liechtenstein í tilefni 30 ára afmælis EES-samningsins. Meginumfjöllunarefni fundarins var samtarf EES/EFTA-ríkjanna við ESB og staða EES-samningsins.
Katrín sagði tækifæri til frekara samstarfs vera til staðar, m.a. á sviði heilbrigðismála og grænna umskipta. Samstaða ríkjanna á alþjóðavettvangi er, að sögn hennar, nauðsynleg til að berjast fyrir gildum á borð við lýðræði.