Norður ♠ 105 ♥ ÁD7 ♦ Á102 ♣ D9874 Vestur ♠ – ♥ 10865 ♦ KDG73 ♣ K652 Austur ♠ ÁD9843 ♥ K43 ♦ 5 ♣ G103 Suður ♠ KG762 ♥ G92 ♦ 9864 ♣ Á Suður spilar 2♠ doblaða

Norður

♠ 105

♥ ÁD7

♦ Á102

♣ D9874

Vestur

♠ –

♥ 10865

♦ KDG73

♣ K652

Austur

♠ ÁD9843

♥ K43

♦ 5

♣ G103

Suður

♠ KG762

♥ G92

♦ 9864

♣ Á

Suður spilar 2♠ doblaða.

„Ég veit ekki hvort er vafasamara – doblið eða passið.“ Óskar ugla var að horfa á beina útsendingu á Vanderbilt-útslættinum á BBO, stærsta viðburði bandarísku vorleikanna, sem nú standa yfir í Louisville, Kentucky. Spil frá leik Zimmermanns og Hans í 16-liða úrslitum vakti þessi viðbrögð uglunnar. Pierre Zimmermann í suður opnaði á 2♠, vestur doblaði og austur sagði pass. Tígulkóngur út.

Zimmermann spilaði vel. Hann drap á tígulás, fór heim á laufás og lét hjartagosann svífa yfir á kóng austurs. Austur spilaði hjarta um hæl og Zimmermann notaði innkomur blinds á ♥ÁD til að trompa tvö lauf. Þá var hann kominn með sex slagi og hlaut alltaf að fá tvo í viðbót á ♠KGx.

„Doblið er mun vafasamara,“ sagði Magnús mörgæs: „Austur fékk fimm slagi og vestur engan!“