Beðið var um mynd af þorskastríðunum. Ekki er víst að gervigreindin hafi vitað um hvað var verið að tala.
Beðið var um mynd af þorskastríðunum. Ekki er víst að gervigreindin hafi vitað um hvað var verið að tala.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Mikil bylting hefur átt sér stað í þróun gervigreindar á undanförnum árum og hefur almenningur um nokkurt skeið haft gott aðgengi að gervigreind sem skapað getur eigið myndefni eftir pöntunum. Bent hefur verið á ýmis vandamál sem tengjast þessari…

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Mikil bylting hefur átt sér stað í þróun gervigreindar á undanförnum árum og hefur almenningur um nokkurt skeið haft gott aðgengi að gervigreind sem skapað getur eigið myndefni eftir pöntunum.

Bent hefur verið á ýmis vandamál sem tengjast þessari nýju vídd í tilveru mannsins svo sem að gervigreindin geti framleitt efni sem nýtist við gerð falsfrétta eða með öðrum hætti getur talist beinlínis skaðlegt. Jafnframt hefur komið fram að gervigreindin skilur enn ekki félagslega þætti í samfélagi manna og á það til að ýta undir staðalímyndir og stundum jafnvel fordóma. Þurfti Google til að mynda að stöðva gervigreindarkerfið Gemini vegna mikilla deilna um efnið sem það framleiddi.

Á sama tíma hafa myndir gervigreindar reynst frumlegar þrátt fyrir að þær byggist á myndasafni og ekki síst skemmtilegar þegar gervigreindin framleiðir efni sem endurspeglar kannski ekki beint það sem búist var við, en myndefnið sem slík forrit framleiða er byggt á lýsingu sem notandinn gefur forritinu.

Var ákveðið að láta á þetta reyna og bað blaðamaður meðal annars um myndir af þorskastríði milli Breta og Íslendinga, mynd af minnismerki um þorskastríðin, mynd af íslenskum sjómanni og íslensku varðskipi. Ekki tókst gervigreindinni alltaf jafn vel til, en sjón er sögu ríkari.

Höf.: Gunnlaugur Snær Ólafsson