Á listanum eru 35 tónlistarhátíðir.
Á listanum eru 35 tónlistarhátíðir.
Tónlistarhátíðirnar Reykjavík Jazz og Iceland Airwaves komust á dögunum á lista The Guardian yfir 35 bestu tónlistarhátíðirnar í Evrópu. Segir á vefsíðu fréttamiðilsins að á Iceland Airwaves, sem haldin verður dagana 7.-9

Tónlistarhátíðirnar Reykjavík Jazz og Iceland Airwaves komust á dögunum á lista The Guardian yfir 35 bestu tónlistarhátíðirnar í Evrópu. Segir á vefsíðu fréttamiðilsins að á Iceland Airwaves, sem haldin verður dagana 7.-9. nóvember, sé von á nýjustu nöfnunum í tónlistarbransanum, þar á meðal Shygirl, Bar Italia, Joy og Klemens Hannigan.

Um tónlistarhátíðina Reykjavík Jazz, sem fram fer dagana 28.-31. ágúst, segir hins vegar að um sé að ræða hátíð sem fari vaxandi ár frá ári. Þar sé boðið upp á djass í öllum myndum og því sé tilvalið að skella sér á hátíðina í höfuðborginni og njóta góðrar tónlistar á meðan eldfjöllin í næsta nágrenni gjósi. Meðal annarra hátíða á listanum má nefna Hróarskeldu í Danmörku, Love International í Króatíu og Primavera Sound í Barcelona á Spáni.