Leikskóli Drekadalur verður sex deilda leikskóli, tilbúinn í ágúst.
Leikskóli Drekadalur verður sex deilda leikskóli, tilbúinn í ágúst. — Tölvumynd/Reykjanesbær
Taf­ir verða á af­hend­ingu leik­skóla í Dals­hverfi III í Reykja­nes­bæ, sem ber vinnu­heitið Dreka­dal­ur, en raka­skemmd­ir eru í bygg­ing­unni. Þetta seg­ir Guðlaug­ur H. Sig­ur­jóns­son, sviðsstjóri um­hverf­is­sviðs Reykja­nes­bæj­ar, í skrif­legu svari til mbl.is

Taf­ir verða á af­hend­ingu leik­skóla í Dals­hverfi III í Reykja­nes­bæ, sem ber vinnu­heitið Dreka­dal­ur, en raka­skemmd­ir eru í bygg­ing­unni. Þetta seg­ir Guðlaug­ur H. Sig­ur­jóns­son, sviðsstjóri um­hverf­is­sviðs Reykja­nes­bæj­ar, í skrif­legu svari til mbl.is.

„Já, það hef­ur orðið vart við leka í bygg­ing­unni og þar með raka­skemmd­ir. Hér er bæði um að ræða leka inn í bygg­ing­una og raka sem komst í ein­ing­arn­ar við upp­setn­ingu,“ seg­ir Guðlaug­ur aðspurður.

Fé­lagið Hrafns­hóll átti upp­haf­lega að skila verk­inu af sér í næsta mánuði en ljóst er að því mun seinka og er miðað við af­hend­ingu í ág­úst. „Við höf­um lagt á það áherslu að gæði gangi fyr­ir tíma og mun­um eng­an af­slátt gefa af gæðum verk­efn­is­ins þrátt fyr­ir að við séum í tíma­pressu,“ seg­ir Guðlaug­ur.

Hann seg­ir að útboð vegna lóðarfrá­gangs sé tilbúið og verður það aug­lýst fljót­lega.

„Við erum enn með stefn­una á að þessi leik­skóli verði klár í ág­úst en ým­is­legt get­ur komið í veg fyr­ir það, við höld­um þó enn í þá von,“ seg­ir Guðlaug­ur.

Reykja­nes­bær hef­ur lagt fram aðgerðaáætl­un sem verktaki er að skoða með ráðgjöf­um sínum. Guðlaug­ur seg­ir að bær­inn eigi von á skýrslu frá ráðgjöfum verk­taka fyr­ir eða eft­ir páska og þá verða næstu skref ákveðin.

Dreka­dal­ur verður sex deilda leik­skóli en samið var við verk­tak­ann í maí á síðasta ári. hng@mbl.is