Umferð Eldsneytisverð hefur áhrif á umferðarþungann.
Umferð Eldsneytisverð hefur áhrif á umferðarþungann. — Morgunblaðið/Örn
Þegar menn með pólitíska hugsjón komast til áhrifa vilja þeir ná árangri og endilega ekki láta það góða liggja í þagnargildi. Þannig vatt sér einn ágætur ráðherra nágrannaríkis upp á svið og lýsti með gröfum og súluritum þeim árangri sem hann hefði náð í loftslagsmálum með sinni grænu pólitík

Þegar menn með pólitíska hugsjón komast til áhrifa vilja þeir ná árangri og endilega ekki láta það góða liggja í þagnargildi.

Þannig vatt sér einn ágætur ráðherra nágrannaríkis upp á svið og lýsti með gröfum og súluritum þeim árangri sem hann hefði náð í loftslagsmálum með sinni grænu pólitík.

Hinn vondi útblástur gróðurhúsagasa hefði sem sé stórminnkað í hans valdatíð og hann sá að það var harla gott.

Ekki voru allir sammála þessari pólitísku túlkun og fundu aðrar skýringar á „árangrinum“ en pólitíska snilli. Þannig hefði verð á eldsneyti stórhækkað á viðmiðunartímanum, sem dró úr notkun. Framleiðsla og viðskipti voru í hægagangi og sama gilti um utanríkisverslun.

Einkaneysla í lægri kantinum, og þar við bættust mildir vetur sem spöruðu kyndingu.

Þannig reyndust mörg samverkandi atriði valda þessum áhrifum á útblásturinn, sem kætti ráðherrann en allt batteríið hefði eins getað verið á sjálfstýringu.

Svona er vanþakklátt að vera í pólitík.

Sunnlendingur.