Egilsstaðir Flugvélin margumtalaða á Egilsstaðaflugvelli í gær.
Egilsstaðir Flugvélin margumtalaða á Egilsstaðaflugvelli í gær. — Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Samgöngustofa hefur kyrrsett dularfulla flugvél sem staðsett er á Egilsstöðum og dæmt hana ólofthæfa. Málið þykir óvenjulegt þar sem eignarhald hennar liggur ekki fyrir en í ljós hefur komið við eftirgrennslan að hún hafði vetursetu á Höfn í Hornafirði

Samgöngustofa hefur kyrrsett dularfulla flugvél sem staðsett er á Egilsstöðum og dæmt hana ólofthæfa. Málið þykir óvenjulegt þar sem eignarhald hennar liggur ekki fyrir en í ljós hefur komið við eftirgrennslan að hún hafði vetursetu á Höfn í Hornafirði. Þaðan var henni flogið heimildarlaust til Egilsstaða þar sem dekk sprakk í lendingu.

Um er að ræða einkaflugvél af gerðinni Cessna Citation og vinna flugmálayfirvöld að því að kanna eignarhald vélarinnar í samstarfi við flugmálayfirvöld í Portúgal þar sem vélin er skráð.

Að sögn Þórhildar Elínar Elínardóttur upplýsingafulltrúa Samgöngustofu hóf stofnunin að veita vélinni athygli eftir að hún fór á hreyfingu í átt til Egilsstaða frá Hornafirði þar sem hún hafði dvalið um veturinn. Þangað hafði henni verið flogið heimildarlaust að sögn Þórhildar en að sögn flugmanns stóð til að fara með vélina til Bretlands.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að vélin hafði upphaflega lent á Egilsstöðum í ágúst síðastliðnum. Þaðan var henni flogið til Hafnar í Hornafirði þar sem hún hefur verið í vetur. Nánar á mbl.is. vidar@mbl.is