Sanna Marin
Sanna Marin
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það voru nokkur ár sem sjá mátti fyrir, svo að ekki fór á milli mála, að Rússland hafði dregið saman mikið lið við landamæri Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Úkraínu hins vegar.

Það voru nokkur ár sem sjá mátti fyrir, svo að ekki fór á milli mála, að Rússland hafði dregið saman mikið lið við landamæri Rússlands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Úkraínu hins vegar.

Afsökun Rússa, að svo miklu leyti sem þeir þurftu slíkt, byggðist á því að Minsk-samkomulagið, sem helstu valdamenn ESB tóku ábyrgð á, hefði verið svikið í öllum meginatriðum, þrátt fyrir ítrekaðar áminningar.

Hjörtur J. Guðmundsson ritaði nýverið snarpan pistil um „Óáreiðanleg Evrópuríki“. Komið hafi verið ágætlega inn á þennan veruleika í máli Sönnu Marin, þáverandi forsætisráðherra Finna.

Hún hafi sagt: „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna.“ ESB hafi þannig ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu.

Marin hafi gagnrýnt þau ríki Evrópusambandsins harðlega sem vildu mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland með kaupum á rússneskri orku. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Marin.

Sú stefna beið algjört skipbrot.