Úrval sönglaga sem tengjast tónmáli síðrómantíska tímans verður flutt á þriðjudagstónleikum í kvöld, 26. mars, klukkan 20 af þeim Sólrúnu Bragadóttur sópransöngkonu og Jóni Sigurðssyni píanóleikara í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Úrval sönglaga sem tengjast tónmáli síðrómantíska tímans verður flutt á þriðjudagstónleikum í kvöld, 26. mars, klukkan 20 af þeim Sólrúnu Bragadóttur sópransöngkonu og Jóni Sigurðssyni píanóleikara í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Má þar nefna „Sex söngva“ eftir Jean Sibel­ius við ljóð Jo­hans Rune­bergs og þrjú söng­lög eftir Hugo Wolf en einn­ig flytja þau verk eftir Reyn­aldo Hahn, Henri Dup­arc, Rich­ard Strauss, Ern­est Chaus­son og Fran­cis Poule­nc.