Kári Árnason, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nú ríði á að allir leikmenn íslenska karlalandsliðsins skili varnarvinnu sinni upp á tíu þegar liðið mætir Úkraínu í úrslitaleik umspils um laust sæti á EM 2024

Kári Árnason, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nú ríði á að allir leikmenn íslenska karlalandsliðsins skili varnarvinnu sinni upp á tíu þegar liðið mætir Úkraínu í úrslitaleik umspils um laust sæti á EM 2024.

Leikurinn fer fram í Wroclaw í Póllandi í kvöld og segir Kári að ekki sé hægt að fá betra dauðafæri til þess að komast á EM í Þýskalandi en þennan úrslitaleik gegn Úkraínu. Kveðst hann hóflega bjartsýnn. » 26