Fataverslanirnar Curvy og Stout verða fluttar í Holtagarða, að sögn Fríðu Guðmundsdóttur, annars eiganda þeirra. Verslanirnar voru báðar til húsa í Fellsmúla 24 þar sem eldur kviknaði í bifreiðaþjónustu N1 í síðasta mánuði

Fataverslanirnar Curvy og Stout verða fluttar í Holtagarða, að sögn Fríðu Guðmundsdóttur, annars eiganda þeirra.

Verslanirnar voru báðar til húsa í Fellsmúla 24 þar sem eldur kviknaði í bifreiðaþjónustu N1 í síðasta mánuði. Verslunarrými Stout, sem var beint fyrir neðan bifreiðaþjónustuna, gjöreyðilagðist og hefur engin starfsemi verið þar síðan þá. Rými Curvy slapp mun betur og hefur verslunin verið opin undanfarnar vikur í Fellsmúlanum og verður áfram þar til opnað verður í Holtagörðum. „Nú er vinna komin á fullt við að flytja báðar búðirnar úr Fellsmúlanum. Við erum búin að taka á leigu stórt pláss í Holtagörðum og stefnum á að opna bæði Stout og Curvy í einu stóru rými þar í maí,“ segir Fríða og bætir við að það hafi alltaf verið í kortunum að sameina báðar búðir í eina stóra verslun.

Fríða segir tryggingarnar bæta stóran hluta tjónsins sem varð í brunanum.