Hvítur á leik
Hvítur á leik
Staðan kom upp á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Hörpu en mótið var haldið í boði Kviku eignastýringar og Brims. Franski stórmeistarinn Sebastien Maze (2.551) hafði hvítt gegn kollega sínum Guðmundi Kjartanssyni (2.465)

Staðan kom upp á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Hörpu en mótið var haldið í boði Kviku eignastýringar og Brims. Franski stórmeistarinn Sebastien Maze (2.551) hafði hvítt gegn kollega sínum Guðmundi Kjartanssyni (2.465). Skákin var tefld í lokaumferð mótsins og hér gat sá franski tryggt sér sigur á mótinu með því að leika 56. Ke6! þar eð svarta staðan er t.d. töpuð eftir 56. … Rxd5 57. Kxd5 Kd3 58. Ke6 sem og eftir 56. … Rc8 57. d6 Ra7 58. Kd5. Í stað þess lék hvítur 56. d6?? og jafntefli varð niðurstaðan eftir: 56. … Rc6+ 57. Ke6 Kd4! 58. Kf7 Ke5 59. Kxg7 Kxd6 60. Kxh6 Re5 61. g5 Rf7+ 62. Kg6 Ke7 63. h6 Rxg5 64. Kxg5 Kf7 65. h7 Kg7 66. Kh5 Kxh7 og jafntefli samið. Guðmundur varð efstur íslenskra keppenda á mótinu, fékk sjö vinninga af níu mögulegum og deildi öðru sætinu með sjö öðrum skákmönnum.