Boeing Það vakti óhug þegar hurðin fauk af MAX-vél Alaskan Airlines.
Boeing Það vakti óhug þegar hurðin fauk af MAX-vél Alaskan Airlines. — AFP/Patrick T. Fallon
Stjórn Boeing-flugvélaverksmiðjunnar tilkynnti í gær að hún myndi víkja Dave Calhoun, framkvæmdastjóra félagsins, úr starfi og tekur uppsögnin gildi við næstu áramót. Stan Deal, yfirmaður farþegavéladeildar Boeing, var sömuleiðis látinn fara og tekur uppsögn hans þegar í stað gildi

Stjórn Boeing-flugvélaverksmiðjunnar tilkynnti í gær að hún myndi víkja Dave Calhoun, framkvæmdastjóra félagsins, úr starfi og tekur uppsögnin gildi við næstu áramót. Stan Deal, yfirmaður farþegavéladeildar Boeing, var sömuleiðis látinn fara og tekur uppsögn hans þegar í stað gildi. Larry Kellner, stjórnarformaður Boeing, mun einnig víkja sæti þegar ársfundur flugvélaverksmiðjanna fer fram síðar í vor.

Boeing hefur mátt þola harða gagnrýni vegna framleiðslugalla og öryggisvandamála í Boeing 737 MAX 9-vélum sínum, en það vakti bæði athygli og óhug í janúar þegar neyðarhurð fauk af MAX-vél Alaskan Airlines. Hlutabréf í Boeing hækkuðu í verði við tilkynninguna.