Æfing Íslenska liðið æfir í Wroclaw.
Æfing Íslenska liðið æfir í Wroclaw. — Ljósmynd/Alex Nicodim
Um 500 Íslendingar leggja leið sína til Wroclaw í Póllandi í dag. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 á Tarczynski-leikvanginum í borginni í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma

Um 500 Íslendingar leggja leið sína til Wroclaw í Póllandi í dag. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 á Tarczynski-leikvanginum í borginni í kvöld klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Íslenska liðið freistar þess að tryggja sér sæti á þriðja stórmótinu í sögu karlalandsliðsins en lokakeppnin fer fram í Þýskalandi næsta sumar, dagana 14. júní til 14. júlí. Tarczynski-leikvangurinn tekur rúmlega 45.000 manns í sæti og gera má ráð fyrir að Úkraínumenn verði í miklum meirihluta í stúkunni í Wroclaw. » 26-27