Silla er tvíær planta af sveipjurtaætt og til er bæði hnúðsilla og blaðsilla. Á mannamáli heitir hvort tveggja sellerí. En því er tönnlast hér á stafsetningunni: silla, að selleríheitið er ekki hægt að nota um klettasyllu

Silla er tvíær planta af sveipjurtaætt og til er bæði hnúðsilla og blaðsilla. Á mannamáli heitir hvort tveggja sellerí. En því er tönnlast hér á stafsetningunni: silla, að selleríheitið er ekki hægt að nota um klettasyllu. Hún er með ypsiloni: syllahilla eða stallur í klettum. Í grannmálunum morar líka af ypsilonum.