— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dregið hefur úr eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina og virðist gosvirknin nú einskorðast að mestu við tvo gíga þó að einhver virkni sé jafnframt í einum í viðbót. Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands,…

Dregið hefur úr eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina og virðist gosvirknin nú einskorðast að mestu við tvo gíga þó að einhver virkni sé jafnframt í einum í viðbót. Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, segir þó ótímabært að spá um endalok gossins enda enn þá töluverður gangur í því. Hún segir vísbendingar um að landris sé hafið í Svartsengi sem geti þýtt að einhver þrengsli séu nú fyrir kvikuna að komast á yfirborðið, en það sé þó erfitt að spá nákvæmlega hvað gerist.