Fritz Wepper
Fritz Wepper
Þýski leikarinn Fritz Wepper lést í gær, 82 ára að aldri. Hann er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Klein, sem var hægri hönd Derricks í samnefndum sjónvarpsþáttum frá 1974 til 1998

Þýski leikarinn Fritz Wepper lést í gær, 82 ára að aldri. Hann er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Klein, sem var hægri hönd Derricks í samnefndum sjónvarpsþáttum frá 1974 til 1998.

Wepper varð fyrst þekktur í Þýskalandi fyrir hlutverk sitt sem ungur hermaður í Die Brücke árið 1959, en þá var hann einungis 18 ára gamall. Wepper lék í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda á löngum ferli, en helst má þar geta bandarísku kvikmyndarinnar Cabaret frá 1972.