Úrvalsdeild Veigar Áki Hlynsson, fyrirliði KR, lyftir bikarnum sem liðið hlaut fyrir að vinna 1. deildina og tryggði sér um leið sæti í úrvalsdeild.
Úrvalsdeild Veigar Áki Hlynsson, fyrirliði KR, lyftir bikarnum sem liðið hlaut fyrir að vinna 1. deildina og tryggði sér um leið sæti í úrvalsdeild. — Morgunblaðið/Eggert
KR tryggði sér í gærkvöldi sigur í 1. deild karla í körfuknattleik í fyrsta sinn og um leið sæti í úrvalsdeild með því að leggja Ármann örugglega að velli, 90:61, í lokaumferð deildarinnar í Laugardalshöll

KR tryggði sér í gærkvöldi sigur í 1. deild karla í körfuknattleik í fyrsta sinn og um leið sæti í úrvalsdeild með því að leggja Ármann örugglega að velli, 90:61, í lokaumferð deildarinnar í Laugardalshöll.

Karlalið KR féll úr úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í sögunni á síðasta tímabili en staldraði stutt við í næstefstu deild og leikur í úrvalsdeild að nýju á því næsta. KR vann 20 af 22 leikjum sínum í deildinni á tímabilinu en ÍR fylgdi liðinu fast á eftir með því að vinna 19 af 22 leikjum sínum.

ÍR hafnaði því í öðru sæti, tveimur stigum á eftir KR, og fer í úrslitakeppni um eitt laust sæti til viðbótar í úrvalsdeildinni ásamt sjö liðum; Fjölni, Sindra, Þór frá Akureyri, Skallagrími, Þrótti úr Vogum, ÍA og Selfossi.

Hrunamenn féllu niður í 2. deild, en liðin í 10. og 11. sæti, Ármann og Snæfell, hafa lokið leik á þessu tímabili.