Sópran Hanna Ágústa Olgeirsdóttir hlaut aðalverðlaun keppninnar í ár.
Sópran Hanna Ágústa Olgeirsdóttir hlaut aðalverðlaun keppninnar í ár.
Úrslitakeppni söngkeppninnar Vox Domini fór fram í Salnum í Kópavogi fyrir skemmstu, en hún er haldin á vegum Félags íslenskra söngkennara. Þar keppa klassískir söngvarar og lengra komnir söngnemendur í þremur flokkum: Framhaldsflokki, ­háskólaflokki og opnum flokki

Úrslitakeppni söngkeppninnar Vox Domini fór fram í Salnum í Kópavogi fyrir skemmstu, en hún er haldin á vegum Félags íslenskra söngkennara. Þar keppa klassískir söngvarar og lengra komnir söngnemendur í þremur flokkum: Framhaldsflokki, ­háskólaflokki og opnum flokki.

Aðalverðlaun keppninnar eru útnefningin Rödd ársins en þau hlaut að þessu sinni sópransöngkonan Hanna Ágústa Olgeirsdóttir sem einnig lenti í fyrsta sæti í opnum flokki. Ellert Blær Guðjónsson barítón vann hins vegar áheyrendaverðlaunin í ár og Vera Hjördís Matsdóttir sópran fékk sérstök verðlaun fyrir besta flutning á lagi eftir tónskáld keppninnar, Hildigunni Rúnarsdóttur.