Endurkoma Guðlaug Edda freistar þess að komast á Ólympíuleikana.
Endurkoma Guðlaug Edda freistar þess að komast á Ólympíuleikana. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti á þríþrautarmóti í Swakopmund í Namibíu um liðna helgi. Guðlaug Edda gerði sér lítið fyrir og hafnaði í 4. sæti á mótinu þar sem syntir voru 750 metrar, hjólaðir 29 kílómetrar og hlaupnir 5 kílómetrar

Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti á þríþrautarmóti í Swakopmund í Namibíu um liðna helgi. Guðlaug Edda gerði sér lítið fyrir og hafnaði í 4. sæti á mótinu þar sem syntir voru 750 metrar, hjólaðir 29 kílómetrar og hlaupnir 5 kílómetrar. Þetta var hennar fyrsta keppni í rúmlega ár eftir að hafa glímt við erfið mjaðmameiðsli undanfarið ár. Guðlaug Edda er í 271. sæti á heimslistanum en þarf að vera á meðal 180 efstu til að eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í sumar.