Úkraína Ísland styður Tékka við kaup á vopnum fyrir Úkraínuher.
Úkraína Ísland styður Tékka við kaup á vopnum fyrir Úkraínuher. — AFP/Anatoli Stepanov
Ísland mun styðja við innkaup Tékklands á skotfærum fyrir Úkraínu og leggja fjármuni í kaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum. Utanríkisráðuneytið tilkynnti þetta í gær. Verja á um 300 milljónum kr

Ísland mun styðja við innkaup Tékklands á skotfærum fyrir Úkraínu og leggja fjármuni í kaup á búnaði fyrir konur í úkraínska hernum. Utanríkisráðuneytið tilkynnti þetta í gær. Verja á um 300 milljónum kr. í þessi kaup.

Í tilkynningu segir m.a. að lítið framboð hafi verið af skotfærum og hafi Tékkland, í samvinnu við helstu samstarfsríki Íslands, tekið að sér að útvega skotfæri fyrir stórskotalið Úkraínu sem gegnir lykilhlutverki við varnir landsins. Gert er ráð fyrir að um tveimur milljónum evra verði varið til verkefnisins af Íslands hálfu, jafnvirði nærri 300 milljóna króna.

Þá ætlar Ísland að verja 75 milljónum króna í kaup á einkennisfötum fyrir konur í her Úkraínu, skotheldum vestum og læknis- og hreinlætisvörum.