Ég fékk góðan póst þar sem Sverrir Kristinsson fasteignasali spyr: Nú er spurningin hvort Halldór Blöndal sem sér um Vísnahornið þekkir vísuna eftir alþingismanninn (ráðherrann) Halldór Blöndal?: Þetta var ca árið 1981

Ég fékk góðan póst þar sem Sverrir Kristinsson fasteignasali spyr: Nú er spurningin hvort Halldór Blöndal sem sér um Vísnahornið þekkir vísuna eftir alþingismanninn (ráðherrann) Halldór Blöndal?:

Þetta var ca árið 1981. Albert Guðmundsson hafði í reiðikasti sagst ætla að hætta í þingflokknum en skipti svo fljótlega um skoðun. Á næsta þingflokksfundi vatt Halldór sér inn í herbergið, svipaðist um í stutta stund en sagði síðan stundarhátt:

Flótti er brostinn flokks í lið

fáa sé ég mætta

en hætt er við hann hætti við

að hætta við að hætta.

Tvær limrur eftir Helga Ingólfsson:

Þau pukruðu og veltu mjög vöngum

og véluðu'um brask eftir föngum.

Vér áréttum hér

að „armslengdin“ er

lengri hjá fingralöngum.

Hann Nonni á Núpi kann aðferð

sem nýstárleg þykir sem baðferð.

Ef úrhelli' hann sér

hann æðir út ber

og skolar burt skítinn á hraðferð.

Þjóðerni eftir Eyjólf Óskar Eyjólfsson:

„Frakka við kyssum og kreistum

og Kana til ásta við freistum“

sagði Loðhildur glenna

hún var lausgyrtust kvenna

samt stóð henni stuggur af Eistum.

Limra eftir Gunnar Hólm Hjálmarsson:

Framboð í frjálslyndum heimi

finnst mér að lausnina geymi

og stuðli að því

sem stefnir nú í

- fjölskipað forsetateymi.

Kári Erik Halldórsson segir Lífið er afstætt:

Úr ýmsu fólk dó hér í denn,

og deyr víst úr sitthverju enn.

En sumir þó lifa

ég segi og skrifa,

lengur en langelstu menn.

Jóhann frá Flögu segir frá því að dauður maður, sem hafði verið ölkær í lífinu, hafi komið til vinar síns og kveðið:

Helltu út úr einum kút

ofan í gröf mér búna.

Beinin mín í brennivín

bráðlega langar núna.

¶Mig vill stanga mæðan skörp;¶mér finnst strangur skaðinn:¶Ólafur svangur étur Jörp¶ég má ganga í staðinn.¶Einar Jónsson yrkir:¶Súg í fara 4% flokksins sósa,¶ódrukknir sem engir hrósa¶eða heldur vilja kjósa.¶Sr. Jónas Guðmundsson á Staðarhrauni orti þannig um köttinn:¶Öll er skepnan skemmtigjörn;¶skoðum litla stýrið.¶Malar sinni kjaftakvörn¶kringluleita dýrið.¶Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga kvað:¶Ef hittir þú menn og segir satt¶þeim sýnist þú vera að ljúga,¶en ef þú lýgur – og lýgur hratt,¶þá líta þeir upp og trúa.¶Enn kvað hann:¶Vekjum hlátur, vekjum grín,¶villast látum trega,¶brögðum kátir brennivín¶bara mátulega.

Öfugmælavísan:

Hákarlinn á hafinu rann

hár og digur júturinn;

inn í kórinn vasa vann

vondur rekabúturinn.