Jóhann hefur getið sér gott orð bæði á Íslandi og erlendis.
Jóhann hefur getið sér gott orð bæði á Íslandi og erlendis.
Framleiðslufyrirtækið Snilli ehf. hagnaðist um 2,3 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 2,5 milljónir árið á undan. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins. Fyrirtækið er í eigu leikarans og framkvæmdastjóra félagsins, Jóhanns G

Framleiðslufyrirtækið Snilli ehf. hagnaðist um 2,3 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 2,5 milljónir árið á undan. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins.

Fyrirtækið er í eigu leikarans og framkvæmdastjóra félagsins, Jóhanns G. Jóhannssonar. Samkvæmt heimasíðu félagsins tekur Snilli ehf. að sér hugmyndavinnu og aðstoð við framleiðslu og útgáfu kvikmynda, sjónvarpsefnis, útvarpsefnis, myndbanda, auglýsinga, leiksýninga, tónlistar og bóka. Þá skipuleggur Snilli ehf. einnig viðburði og mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa samkvæmt heimasíðunni nýtt sér þá þjónustu ásamt mörgum af helstu bæjarfélögum landsins.

Tekjur Snilli á síðasta ári voru 24 milljónir króna og jukust þær lítillega milli ára.

Eignir nema nú 7,4 milljónum en þær voru 11 milljónir árið á undan. Eigið fé fyrirtækisins er 5,6 milljónir króna en það var 9,3 milljónir 2022.