Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur verið hvattur til og fengið fjölda áskorana um að endurskoða ákvörðun sína um að láta af embætti í sumar þegar öðru kjörtímabili hans lýkur. Þetta staðfestir forsetinn sem kveðst þó ekki vera á þeim buxunum „nema afar ríkar ástæður séu til“

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur verið hvattur til og fengið fjölda áskorana um að endurskoða ákvörðun sína um að láta af embætti í sumar þegar öðru kjörtímabili hans lýkur. Þetta staðfestir forsetinn sem kveðst þó ekki vera á þeim buxunum „nema afar ríkar ástæður séu til“.

Morgunblaðið leitaði viðbragða Guðna vegna þessa í gær. Hann baðst undan viðtali enda í fríi í útlöndum en sendi stutt svar í tölvupósti. Þar kemur fram að hann hafi fengið áskoranir, beiðnir og spurningar um hvort hefja megi söfnun undirskrifta fyrir framboð hans.

Guðni kveðst þakklátur fyrir stuðninginn. „Ákvörðun um að láta gott heita er hins vegar það stór að henni verður ekki breytt nema afar ríkar ástæður séu til þess.“ » 4