Tríóið Hist og var stofnað 2017.
Tríóið Hist og var stofnað 2017.
Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með vordagskrá sína með tónleikum í kvöld, hinn 27. mars, kl. 20 á Björtuloftum, Hörpu, með hljómsveitinni Hist og. Múlinn er að hefja sitt 27. starfsár en hann er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar

Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með vordagskrá sína með tónleikum í kvöld, hinn 27. mars, kl. 20 á Björtuloftum, Hörpu, með hljómsveitinni Hist og.

Múlinn er að hefja sitt 27. starfsár en hann er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar.

Tríóið Hist og var stofnað í lok árs 2017 fyrir tónlistarhátíðina Norður og niður sem haldin var af meðlimum Sigur Rósar en meðlimir Hist og hafa starfað saman um árabil í ýmsum hljómsveitum. Á efnisskránni má finna lög eftir meðlimi sveitarinnar, sum ný og önnur eldri, en tríóið skipa þau Eiríkur Orri Ólafsson, Róberta Andersen og Magnús Trygvason Eliassen.