Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, er bjartsýnn á árið.
Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, er bjartsýnn á árið. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tap námuvinnslufyrirtækisins Amaroq Minerals nam í fyrra um 833 þúsund Bandaríkjadölum, samanborið við tap upp á tæpar 22 milljónir dala árið áður. Rétt er að hafa í huga að félagið er enn í svonefndum uppbyggingarfasa, sem þýðir að vonir standa til …

Tap námuvinnslufyrirtækisins Amaroq Minerals nam í fyrra um 833 þúsund Bandaríkjadölum, samanborið við tap upp á tæpar 22 milljónir dala árið áður. Rétt er að hafa í huga að félagið er enn í svonefndum uppbyggingarfasa, sem þýðir að vonir standa til þess að skapa tekjur af þeirri námuvinnslu sem félagið stundar á Suður-Grænlandi. Handbært fé í árslok síðasta árs var um 21 milljón dala og heildareignir félagsins námu um 107 milljónum dala. Félagið lauk við 7,6 milljarða króna hlutafjáraukningu í febrúar sl. og í lok febrúar var tilkynnt að fundist hefði stór æð á Stendalen-svæðinu á Grænlandi sem inniheldur mikið af nickel-kopar.

Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, segir í uppgjörstilkynningu að í kjölfar hlutafjáraukningarinnar í febrúar hafi framkvæmdaáætlun félagsins verið uppfærð og miðar að því að auka auka vinnslugetu stöðva félagsins í Nalunaq í 300 tonn á dag. Hann segir að árið 2024 verði ár mikilla umbreytinga fyrir Amaroq og að náma félagsins í Nalunaq muni nú koma inn í aukið tekjuflæði félagsins.

Markaðsvirði Amaroq er í dag um 43 milljarðar króna.