Sárt Þeir Sverrir Ingi Ingason og Arnór Ingvi Traustason gátu ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok í Wroclaw í gærkvöldi.
Sárt Þeir Sverrir Ingi Ingason og Arnór Ingvi Traustason gátu ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok í Wroclaw í gærkvöldi. — Ljósmynd/Alex Nicodim
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ísland verður að sætta sig við að komast ekki í lokakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu eftir ósigur gegn Úkraínu í úrslitaleiknum í Wroclaw í Póllandi í gærkvöld, 2:1. Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir á 30

Í Wroclaw

Víðir Sigurðsson

Bjarni Helgason

Ísland verður að sætta sig við að komast ekki í lokakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu eftir ósigur gegn Úkraínu í úrslitaleiknum í Wroclaw í Póllandi í gærkvöld, 2:1.

Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir á 30. mínútu með glæsilegu marki og þannig var staðan í hálfleik.

Úkraínumenn virtust hafa jafnað á 39. mínútu þegar Roman Yaremchuk skoraði en markið var dæmt af með myndbandsdómgæslu.

Úkraína sótti af miklum krafti frá byrjun síðari hálfleiks og Viktor Tsygankov jafnaði metin á 54. mínútu

Íslenska liðið fékk færi til að komast yfir á góðum kafla seint í leiknum þegar Andriy Lunin varði glæsilega frá Jóni Degi Þorsteinssyni og þeir Albert og Hákon Arnar Haraldsson voru líka nærri því að skora

Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea, skoraði hinsvegar sigurmarkið á 84. mínútu og skaut Úkraínu á EM.