Óhapp Öll umferð stöðvaðist í suðurátt á meðan unnið var úr vandanum.
Óhapp Öll umferð stöðvaðist í suðurátt á meðan unnið var úr vandanum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Talsverð hætta skapaðist í gær skammt frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík þegar vörubifreið var ekið á stórt burðarvirki sem þverar götuna. Við höggið féll virkið, sem hýsir nokkur umferðarskilti, á Kringlumýrarbraut og stöðvaðist í kjölfarið öll umferð um svæðið

Talsverð hætta skapaðist í gær skammt frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík þegar vörubifreið var ekið á stórt burðarvirki sem þverar götuna. Við höggið féll virkið, sem hýsir nokkur umferðarskilti, á Kringlumýrarbraut og stöðvaðist í kjölfarið öll umferð um svæðið. Engum leynist ástæða óhappsins; vörubílstjórinn virðist hreinlega hafa gleymt að setja pall bílsins niður áður en lagt var af stað út í umferðina. Engin slys urðu á fólki.

Segja má að mikil mildi sé að virkið skyldi ekki falla á önnur ökutæki með tilheyrandi hættu á líkamstjóni. Umferð á götunni var þétt þegar óhappið varð og hætta því talsverð.

Vel gekk að fjarlægja brakið af vörubílnum og var það gert með verklegum kranabíl. khj@mbl.is