George Orwell
George Orwell
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kallinn, dálkur Viljans, minnir á lýsingu George Orwells í 1984 á „nýlenskunni“, villandi orðfæri Stóra bróður, til að halda lýðnum blekktum og þægum. Um leið var fólki tamin „tvíhyggja“, að geta haft tvær gagnstæðar skoðanir samtímis.

Kallinn, dálkur Viljans, minnir á lýsingu George Orwells í 1984 á „nýlenskunni“, villandi orðfæri Stóra bróður, til að halda lýðnum blekktum og þægum. Um leið var fólki tamin „tvíhyggja“, að geta haft tvær gagnstæðar skoðanir samtímis.

Þarf þó ekki alræðisríki til. Valdstjórnin hér taldi fyrir stuttu þörf á orkuskömmtun, ekki vegna orkuskorts skiljiði, heldur „umframeftirspurnar“!

Tilefni upprifjunarinnar í Viljanum voru orð Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um samgönguáætlun og aðhaldsaðgerðir: „…að ekki verði gripið til niðurskurðar í samgönguáætlun til að mæta auknum útgjöldum ríkissjóðs vegna kjarasamninga. Hins vegar þurfi mögulega að fresta framkvæmdum.“

Kallinn kjarnar það: „Það var og. Alls ekki farið í niðurskurð, en ekki framkvæmdirnar heldur.“ Minnir svo á að til þessa hafi frestun framkvæmda í samgönguáætlun þýtt niðurskurð á gildandi áætlun. Hvað sem líður öllum viljayfirlýsingum, glærukynningum og öðrum innistæðulausum og óefndum fyrirheitum.

Nefnir því „að „Kletturinn í hafinu“ sem er yfirskrift flokksþings Framsóknarflokksins, sem boðað hefur verið til eftir tæpan mánuð og er rækilega auglýst öllum almenningi á samfélagsmiðjum, gæti allt eins verið „Holan í veginum“.“