Svefn Dr. Erla Björnsdóttir framkvæmdastjóri Betri svefns.
Svefn Dr. Erla Björnsdóttir framkvæmdastjóri Betri svefns.
Svefnmeðferðarfyrirtækið Betri svefn hefur sett nýtt smáforrit á markaðinn sérstaklega ætlað konum. Forritið, sem gengur undir nafninu SheSleep, gerir konum kleift að kortleggja eigið svefnmynstur, sækja sér meðferð við svefnvanda, fylgjast með…

Svefnmeðferðarfyrirtækið Betri svefn hefur sett nýtt smáforrit á markaðinn sérstaklega ætlað konum. Forritið, sem gengur undir nafninu SheSleep, gerir konum kleift að kortleggja eigið svefnmynstur, sækja sér meðferð við svefnvanda, fylgjast með tíðahring sínum og áhrifum hormóna á svefn og heilsu ásamt því að bjóða upp á almennan fróðleik um svefn og tækni til að ná slökun.

Dr. Erla Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Betri svefns, segir að forritið verði keyrt á Íslandi á þessu ári en stefnt er á úrás á næsta ári, meðal annars til Danmerkur og Svíþjóðar. » ViðskiptaMogginn