— Ljósmynd/Alex Nicodim
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mátti þola tap, 2:1, gegn Úkraínu í gærkvöldi í úrslitaleik um sæti á lokamóti Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar, en leikið var í Wroclaw í Póllandi. Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir með glæsilegu marki á 30

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mátti þola tap, 2:1, gegn Úkraínu í gærkvöldi í úrslitaleik um sæti á lokamóti Evrópumótsins í Þýskalandi í sumar, en leikið var í Wroclaw í Póllandi. Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir með glæsilegu marki á 30. mínútu en Viktor Tsygankov jafnaði á 54. mínútu og Mykhailo Mudryk skoraði sigurmarkið á 84. mínútu. Úkraína fer í E-riðil á EM og mætir þar Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu á meðan Ísland situr eftir með sárt ennið.