Julian Assange
Julian Assange
Tveggja manna áfrýjunardómstóll frestaði í gær ákvörðun um að veita Julian Assange stofnanda Wikileaks áfrýjunarleyfi gegn framsali sínu til Bandaríkjanna um þrjár vikur. Fá bandarísk stjórnvöld þann tíma til þess að veita réttinum svör um þrjú áhyggjuefni sem dómararnir hafa af framsali Assange

Tveggja manna áfrýjunardómstóll frestaði í gær ákvörðun um að veita Julian Assange stofnanda Wikileaks áfrýjunarleyfi gegn framsali sínu til Bandaríkjanna um þrjár vikur. Fá bandarísk stjórnvöld þann tíma til þess að veita réttinum svör um þrjú áhyggjuefni sem dómararnir hafa af framsali Assange. Vilja dómararnir vita hvort Assange muni njóta málfrelsisréttinda, hvort hann muni bera hallann af því að vera erlendur ríkisborgari fyrir bandarískum rétti og hvort hann eigi dauðarefsingu yfir höfði sér.

Dómararnir Victoria Sharp og Jeremy Johnson höfnuðu sex af níu áfrýjunarefnum sem Assange hafði borið upp gegn framsali sínu. Höfnuðu þau t.d. því að málið væri af pólitískum rótum runnið.