Norður ♠ K86 ♥ ÁKD942 ♦ K97 ♣ 8 Vestur ♠ D9432 ♥ 63 ♦ G4 ♣ DG74 Austur ♠ Á105 ♥ G1085 ♦ 83 ♣ 10653 Suður ♠ G7 ♥ 7 ♦ ÁD10652 ♣ ÁK92 Suður spilar 6♦

Norður

♠ K86

♥ ÁKD942

♦ K97

♣ 8

Vestur

♠ D9432

♥ 63

♦ G4

♣ DG74

Austur

♠ Á105

♥ G1085

♦ 83

♣ 10653

Suður

♠ G7

♥ 7

♦ ÁD10652

♣ ÁK92

Suður spilar 6♦.

Norður opnar á 1♥, suður svarar með 2♦, norður segir 2♥, suður 3♣ og norður 3♦. Nokkrum fimum sögnum síðar enda sagnir í 6♦ og ALLIR við borðið vita að aðeins spaði kemur til greina sem útspilslitur. Og sjá – vestur spilar út litlum spaða.

Jú-jú. Slemman er næstum borðleggjandi í norður. En fáir keppendur Íslandsmótsins höfðu svo útsmogið kerfi að geta gert norður að sagnhafa. Af þeim sjö sem fengu út spaða í gegnum kónginn létu fimm lítið úr borði og unnu sitt spil. En tveir sagnhafar héldu að þeir væru að spila við Terence Reese og stungu upp kóng. „Blindur hittingur“ sögðu þeir sér til varnar í uppgjörinu, en fengu dræmar undirtektir frá sveitarfélögum sínum. Enda er þetta hreint prósentudæmi: Með drottninguna spilar vestur alltaf út smáum spaða, en ásnum gæti hann hvað best spilað út.