— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum í gær samkomulag sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við undirmenn sína skömmu áður en hann lét af störfum. Inntak dómsins er að Hæstiréttur féllst á kröfur yfirlögregluþjóna hjá…

Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum í gær samkomulag sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við undirmenn sína skömmu áður en hann lét af störfum. Inntak dómsins er að Hæstiréttur féllst á kröfur yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra, að greiða þeim laun í samræmi við samkomulag sem Haraldur gerði við viðkomandi starfsmenn í lok ágúst 2019 um endurskoðun á launakjörum.

Yfirlögregluþjónarnir höfðuðu mál í kjölfar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, núverandi ríkislögreglustjóra, um að afturkalla launahækkanir sem Haraldur samdi við þá um. Samkomulagið náði til tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna. Í svari fjármálaráðherra á Alþingi árið 2019 kom fram að samkomulagið hefði kostað ríkissjóð 360 millj. kr. Framleiknað til núvirðis eru það um 472 millj. kr.