Tónskáld Giovanni Battista Pergolesi.
Tónskáld Giovanni Battista Pergolesi.
Tónverkið Stabat Mater eftir Pergolesi verður flutt á tónleikum í Fella- og Hólakirkju á morgun, föstudaginn langa, klukkan 14. Flytjendur eru Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzósópran, Hjörleifur Valsson á fiðlu og Arnhildur Valgarðsdóttir á píanó

Tónverkið Stabat Mater eftir Pergolesi verður flutt á tónleikum í Fella- og Hólakirkju á morgun, föstudaginn langa, klukkan 14. Flytjendur eru Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzósópran, Hjörleifur Valsson á fiðlu og Arnhildur Valgarðsdóttir á píanó. Tónverkið fjallar um raunir Maríu meyjar þar sem hún stendur við kross Jesú Krists á Hausaskeljastað og syrgir son sinn. Pergolesi samdi Stabat Mater árið 1736 þegar unnusta hans féll frá ung að aldri. Það varð hans þekktasta verk, gefið oftar út en nokkurt annað tónverk á 18. öld. Verkið samdi hann við gamlan latneskan texta. Aðgangur er ókeypis.