Kona Eitt verkanna á sýningu Huldu.
Kona Eitt verkanna á sýningu Huldu.
Upprisa konunnar nefnist sýning sem Hulda Vilhjálmsdóttir hefur opnað í sal ­Íslenskrar grafíkur við Tryggvagötu. „Myndveröld Huldu er að stórum hluta reynsluheimur kvenna. Konurnar sem birtast svo iðulega í myndum hennar eru ýmist upphafnar…

Upprisa konunnar nefnist sýning sem Hulda Vilhjálmsdóttir hefur opnað í sal ­Íslenskrar grafíkur við Tryggvagötu. „Myndveröld Huldu er að stórum hluta reynsluheimur kvenna. Konurnar sem birtast svo iðulega í myndum hennar eru ýmist upphafnar sjálfsmyndir, ímyndaðar konur sem listakonan vill eiga orðastað við […] Og atburðarásin í myndum Huldu gengur oft út á einhvers konar núning milli heims þessara kvenna og heimsins hið ytra; tilraunir þeirra til að yfirstíga þær takmarkanir sem hinn ytri heimur setur þeim. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að á þessari páskasýningu skuli Hulda framar öðru vilja halda upp á upprisu konunnar, eiginlega og óeiginlega, í allri sinni margþættu líkamlegu dýrð,“ skrifar Aðalsteinn Ingólfsson í sýningarskrá.